Ég er að hugsa um að segja ekkert meira fyrr en mesta lyfjaæðið er runnið af Margréti.
JMJ
Bloggar | 10.3.2007 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kæra Margrét Sc.
Velkomin heim af deildinni, vonandi ertu á batavegi... þó að það sjáist ekki á blogginu frá þér. En viltu samt ekki hætta alveg strax, ég má ekki til þess hugsa að jólakveðjurnar frá JMJ verði allsráðandi aftur. Gerðu það haltu áfram, við skulum öll vera svo góð við þig og gera allt sem þú biður okkur.
Og þið hin, veriði nú dúllur og takiði gleðipillurnar ykkar og skrifiði nokkur orð, ha, fyrir Möggu sína, ha, svo hún verði ekki þunglynd, því hún er ennþá verri þannig. Bara jólakveðju eða eitthvað, ha, geriði það...
Kær kveðja.
Gísli.
Ps. Hinn heitir Gísli Björn!
Bloggar | 10.3.2007 | 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Ég var að kíkja inn á síðuna og klukkan 19.00 voru 53 búnir að kíkja á síðuna og bara bloggkóngurinn búinn að senda pistil ! Þetta er ekkert grín, svo ég er farin aftur í frí og rosalega fýlu !!
Kveðja frá Möggu Scheving sem er í svo rosalegri fýlu að það er ekki hægt að vera nálægt henni.
Bloggar | 10.3.2007 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
- Það er víst best að hafa þetta þetta í svona punktum eins svo maður verði ekki skammaður fyrir stílleysi í uppsetningum
- Ég þakka nú guði fyrir að vera á góðri næringu þegar maður þarf að fylgja þér eftir
- Annars er ég rosalega ánægður með hvernig þú tekur á liðinu, svo jákvæð og hvetjandi, ég er viss um að allir blogga í dag, enda enginn maður með konum nema hann bloggi hér ..
- Marga laxa, það man ég ekki 7 eða 8 á stöngina og ég 3 held ég af því, við veiddum bara á flugu ....................
- Þetta er annars bráðskemmtilegur strákur sem þú átt og ótrúlega líkur mömmu sinni, ég hef aldrei séð pabba hans þannig að ég veit ekki hvort hann er líkur honum ....
- Þú veist það Magga mín að þú getur alltaf fengið Herbalife pillur og duft hjá mér bara þegar þú vilt og réttir upp litla fingur, þá mæti ég með skammt fyrir þig .. þú verður bara meiri dúlla sjáðu ....
- En ertu ekki örugglega að hressast ... ég veit reyndar ekki við hverju má búast frá þér ef þú bætir miklu við þig......
- Magga haltu áfram á sömu braut, djöflastu á liðinu og hættum ekki fyrr en allir eru búnir að blogga .. svo krínum við bloggmeistara bekkjarins, svona eins og Date drottningin og kóngurinn voru krínd...á Bifröst..
- Djöfull hlakkar mig til að hitta allt þetta lið, kanntu ekki einhver ráð með að ná á staðinn, þeim sem ætla að skorast undan.
- Ég var búinn að spá í t.d. ef við fáum einhvern í að fingurbrjóta Árna á Vöðlum þá getur hann ekki spilað á ballinu hjá Atla og þá verður að fresta ballinu og þeir eru báður lausir um helgina sem við verðum á Hamri.. Hvernig líst þér á þetta ??
- Ég var líka að spá í hvort við ættum ekki að láta ræna Halla Krullu á Permanentmótinu á Akureyri og flytja´ann í böndum suður í Borgarfjörð,, þetta yrði alla vega besta auglýsingin sem "Krullumótið gæti fengið"
- Jæja nokkuð gott í dag, endilega ef þið eigið skemmtilegar myndir, skannið þær og setjið inná síðuna....
- Bið að heilsa Ása og minntu hann á að vera góður við þig, bið líka að heilsa syni þínum , hitti hann vonandi aftur í Miðfirðinum eða við aðra skemmtilega á...
- Koma svo blogga meira, þetta er spurningin um að vinna heldur bara vera með
- Magnús G.
Bloggar | 10.3.2007 | 13:03 (breytt 12.3.2007 kl. 09:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Góðan dag góðir hálsar og aðrir hálslausir !!
- Nú byrjar lesturinn !!
- ARNAR, þú ert fyrstur á listanum !! Hvar ertu ? Sko blogga strax !!
- VAÐLABÓNDI, þú hefur nú ekki hingað til haldið kjafti ! Blogg strax í dag !!
- ATLI, bíddu, bíddu og ég sem ætlaði að láta þig hanna hjá mér garðinn ! Ertu týndur ?
- BALDVIN, þú sem varst pabbinn í hópnum ! Hvar er ábyrgðartilfinningin ?
- DRÍFA SKÚLA. þú sem ert í sama byggðarlagi og ég ! Það hefur nú ekki hingað til þurft að reka á eftir þér að senda póst !! Skammastu þín !!
- BETA, hver var alltaf fyrst að skrifa sig á ef það átti að fara að djamma ? BLOGG STRAX Í DAG !!
- EGILL Ö, þú sem býrð á Patreksfirði, hvað er að gerast þar ?
- EYJÓLFUR skólastjóri það dugar sko ekki að blogga 1x !! Vertu duglegur !!
- G.VALD., ég held að þú sért enn SOFANDI ?
- GÍSLI SIG. fyrrverandi formaður bind........ Ég þarf ekkert að tuða í þér, ég veit að þú átt eftir að standa þig vel í blogginu !! En eitt enn !! Var það hjá Viggu sem þú byrjaðir að testa á vínanda ?
- GÍSLI BJÖRN, hvar ertu ?
- GUÐBJARTUR Flateyrartöffari, hvað er ekki hægt að senda okkur nokkrar línur ?
- GULLI ANTONS., þó að þú sért löngu fluttur frá Mýrdalnum, þá er nú alveg hægt að blogga frá Hvanneyri ! P.s. ég frétti af þér í mat hjá tengdafólkinu mínu !! Þú ert svo mikil dúlla !!
- GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, hvað er að gerast með þig, þarf ég að mæta í Hreyfingu eða Húsakaup til þess að láta þig blogga !! KOMM ON !!
- GUÐRÚN JÓNS., þú sem varst svo stillt og prúð. Það er nú í lagi að koma smá blogg ! Finnst þér það ekki ?
- HANNES GARÐARS., hvað ertu hættur að öskra ? Ertu orðinn mállaus ? eða hvað ?
- LITLA BARN HARALDUR, þið Straumfjarðarbræður eruð nú frægir fyrir það að tala mikið ! Hvað er konan þín búin að ala þig svo vel upp að þú ert hættur að tala ?
- INGO SÁLFRÆÐINGUR , það er nú allt í lagi að gefa nú bekkjarfélögunum þínum nokkrar faglegar ráðleggingar hvernig við eigum að haga okkur ! Þú sem varst kosinn SJARMÖR ÁRSINS ! Er svona langt til Ameríku ?
- JMJ HÆTTU MEÐ ÞETTA JÓLAKJAFTÆÐI ! Ég læt þig éta lyftingarbekkinn sem þú ætlar að mæta með á hótelið í vor !! He he !!
- JÓI VALD., þú ert rola ! Að vera ekki búinn að setja myndinar inn sem þú þykist eiga ! Sko þú átt að blogga á hverjum degi þegar þú ert á landinu !!
- JÓNAS, þú sem áttir alltaf flottasta kaggann ! Hvað ertu fluttur í bítlabæinn ? Hvað er að frétta af nýgifta manninum honum Rúna Júll. ?
- JÓN PÉTUR fyrrverandi sveitarstjóri ! Ertu bældur í Borgarnesi ?
- STRÚNA FRÆNKA, þó að þú búir í Noregi, þá er nú allt í lagi að blogga 1x í viku !!
- KOLLA HANS SIGURBERGS, ég sem fór í brúðkaupsferð til þín ! Það er sko ekki nóg að blogga 1x !! Skamm !!
- LIS, þó að þú sért orðin amma, þá er nú í lagi að blogga og peppa upp liðið með mér !! Mér sýnist nú ekki veita af því !!
- MAGGÝ SÚÐAVÍKURGOÐ, sko þó að þú verðir í London þessa helgi ! Þá ert þú ekkert í fríi frá blogginu !! BLOGG STRAX Í DAG !!
- MAGGA GEIRS., þú sem varst svo fjörug á Bifröst ! Hvað er að gerast með þig núna ? Blogg strax !!
- MAGGI GUÐJÓNS., þú skalt bara borða herbalife pillur !! Ég skal taka þig í bekkpressu !! He he !! Ein spurning, hvað veiddir þú marga laxa í Miðfirðinum ? (Friðbjörn bað mig að spyrja )
- ÓLI ARA, þó svo að þú átt allt hrós skilið að hafa hannað þessa síðu. Þá ertu þú ekki of góður að setja inn smáblogg !! (ekki satt ? )
- REYNIR JÓNS., er búið að finna hann strákar ? Ég ætla ekkert að skamma hann ! Hann veit ekkert af því að við ætlum að hittast !!
- FÚSI ALMARS., ÞAÐ ER SKO EKKERT NÓG AÐ SKRIFA 1X Í GESTABÓKINA !! Núna í dag skaltu koma með blogg ! Því annars rota ég þig !! He he !!
- SIGNÝ MÍN, ég ætla ekkert að skamma þig, þú stendur þig vel !! En þú mátt nú alveg koma með meira blogg !!
- SIGURBJÖRG, ég sem óskaði þér til hamingju með daginn um daginn og þú ert ekkert búin að þakka mér fyrir það (skamm !!) SKO BLOGG STRAX Í DAG !!
- DOLLA, þú ert sko dúlludós !! Stendur þig best af þessum ÞINGE..... í blogginu ! ÁRAM DOLLA !!
- SVEIF þú sem varst svo dugleg í skólanum og samviskusöm ! Ertu orðin kærulaus í dag ? Núna heimta ég blogg frá þér strax í dag !! EKKERT ANNAÐ SKO !!
- VIÐAR, það er ekkert blogg í gangi frá þér ? Átt þú ekki ættir þínar rekja til Hellissands ? KOMM ON !! BLOGG STRAX Í DAG !!
- DODDI, hvar ertu ? Ertu í einhverri skotgröf í útlöndum ? Hvað er í gangi ? Svar óskast strax í dag ! ÞVÍ ANNRAS LÁTUM VIÐ LÝSA EFTIR ÞÉR ELSKU KALLINN MINN !!
- ÞRÖSTUR , bíddu bíddu minn fluttur til Ísafjarðar, Hornfirðingurinn sjálfur. Það er skelfilegt því eins og þú sérð á blogginu þá kunna þér ekkert að blogga frá Vestfjörðum ! (ekki satt) Þú skalt nú reyna að afsanna það !!
- JÆJA NÚ ER MÍN BÚIN AÐ TAKA GÓÐA TÖRN OG ÉG ÆTLA EKKERT AÐ BLOGGA FYRR EN ÉG SÉ EINHVER VIÐBRÖGÐ FRÁ YKKUR !!
- BIÐ AÐ HEILSA YKKUR ELSKU KRÚTTIN MÍN OG DÚLLUDÓSIRINAR MÍNAR. KVEÐJA M.SCHEVING.
Bloggar | 10.3.2007 | 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. mars 2007
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
99 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar