Vaknaður

Er einhver með tvær Þjóðfélagsfræðibækur?   Ég er búinn að týna minni


Mig rámar í það

Eftir að hafa bætt við athugasemd við fyrri færslu sem ég reyndi að staga í með upprifjun á Samvinnusögunni sem mistókst gjörsamlega ákvað ég að segja þá sögu eins og ég man hana.

1. Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

2. Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Kaupfélagsins sveif yfir vötnunum.

3. Benedikt frá Auðnum og einhverjir aðrir Þingeyingar sem ég man ekki hvað heita en voru eitthvað pirraðir (kannski með PMS) sögðu: Verði Kaupfélag Þingeyinga! Og það varð Kaupfélag Þingeyinga.

4. Þeir sáu, að Kaupfélagið var gott, og þeir greindu Kaupfélagið frá dönskum kaupmönnum, kapítalistum og heildsölum.

5. Og þegar fleiri bættust í hópinn kölluðu þeir Kaupfélögin Samvinnuhreyfingu, en hina kölluðu þeir ekki Samvinnuhreyfingu.. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur Samvinnuhreyfingarinnar.

6. Þá sögðu þeir: Verði SÍS og það varð SÍS.

7. Þá gjörði SÍS Holtagarða og greindi skrifstofurnar sem voru þar sem Menntamálaráðuneytið er núna, frá þeim skrifstofum sem voru annarsstaðar. Og það varð svo.

 Var þetta ekki einhvernveginn svona?

Bara ekki gefa út fatwa á mig, þetta átti að vera til gamans gert.

 AM.


Bloggfærslur 15. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband