Nokkuð.

Nokkuð er um liðið síðan ég bloggaði síðast. Ég hef mér ekki nokkuð til afsökunar, hef ekki verið nokkuð erlendis eins og Jóhannesarnir og fleiri. Ég hef bara verið að byggja nokkuð, og nýðast á Mývetningum, senda þeim rukkanir fyrir fasteignagjöldum og svo leiðis. Mývetningar hafa bara nokkuð gott af því svona annað slagið. Reyndar sýnist mér að J. Vald. hljóti að vera nokkuð mikið erlendis núna, og þá sjálfsagt vanfær um að blogga eins og JMJ. Valdi hefur nokkuð örugglega lagt sig, enda kominn lestími, og Margrét Sc. virðist vera búin með lyfin sín. Þannig að nokkuð hljótt er yfir hópnum núna. En það lagast nokkuð örugglega aftur fljótlega.

Ég hef verið að velta fyrir mér, veit nokkur hvar á landinu þetta er sem við ætlum að hittast? Fyrir okkur sem búum í svona mikilli fjarðlægð væri nokkuð gott að fá svona staðsetningu, er einhver kann. En blessaðir drengirnir senda hana sjálfsagt þegar nær dregur, það er nokkuð öruggt. Þannig að ég hef ekki nokkrar áhyggjur.

Hér í Mývatnssveit er blessuð blíðan og bæirnir allt í kring, vorið að koma og Lóan. Kveðjur.

Gísli.


Bloggfærslur 27. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband