Sæl aftur kæru vinir.

Nokkurn tíma hefur tekið fyrir mig að finna út hvernig maður fer að því að blogga, hef ekki komið nálægt svona áður. Woundering En ef einhver getur lesið þetta þá er það bara af því hvað ég er ótrúlega tæknilega sinnaður og mikill tölvunörd. Cool Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum að Magga Sc. er búin að vera á einhverju undanfarið, einhverju sterku sem er ekki ætlað fyrir bílstjóra. Sideways Og varðandi þennan Ása, þá er það eins með hann og Egil Skallagrímsson, ég hef heyrt mikið um hann... en aldrei séð! Skilst þó að hann veiti gott skjól, það kyrrir víst alltaf á nesinu þegar honum er hleypt út. Mætti kanski hafa hann meira útivið.

Og nú er hún búin að skora á alla að mæta í vor með nafni, nema mig, (manni getur nú sárnað) þannig að ég hef ákveðið að mæta, þrátt fyrir óskaplegt annríki og vaxandi tímaskort. Það sem maður á eftir að gera í lífinu vex í réttu hlutfalli við það hvað tíminn styttist sem maður hefur til að klára það. Hafið þið tekið eftir því? Ég held að þetta sé lögmál. Crying (Ég set in svona tilfinningatákn til að auka áhrifamátt textans) Ég óska því eftir því Maggi, að þú staðfestir fyrir mig eins manns herbergi með útsýni yfir Borgarfjörð. Annars eruð þið bara svo ómótstæðileg að maður bara getur ekki sleppt þessu tækifæri til að hitta ykkur aðeins. Ekki satt Halli? Viltu far? Sköllóttir menn geta hvort sem er ekkert í krullu.

Ég var að skoða myndirnar. Snild! Þær vekja með manni einhverja tilfinningu, svolítinn hlátur, og nokkur tár kanski. Bara snild!!! Sáuði bílinn? Og unga manninn við hliðina á honum? Þennan útskeifa í skónum? Ég skal segja ykkur að þessi maður var alveg sannfærður um að eftir fáa mánuði, eitt tvö ár í mesta lagi, myndi hann aka um á svona bíl. Hann trúir því enn, en kanski ekki af alveg eins mikilli sannfæringu. Undecided 

Hlakka óskaplega til að sjá ykkur dúllurnar mínar, knús og kossar Kissing(nei nei nú er maður að verða gamall og meir).

Gísli.

Ps. Hinn heitir Gísli Björn.Smile


Magga SC.................

Ég  var  að  tala við Möggu  SC    og  hún  bað  mig  um að  koma  því  inná  vefinn að hún er  sprelllifandi  og í  fínu formi,  nema aðeins of  þung  en  hún er að vinna  á  því....Hún sagðist myndu  byrja  að blogga aftur á laugardaginn og  þá  skyldum við sko halda  okkur fast... Hún  sagði að Ási  væri  voða góður  við sig  og  hann væri raunverulegur...  Þú  ert  algjör  DÚLLA  ef  ekki  bara Krúsí DÚLLA.   Náðu heilsu og  berðu  Ása  bestu kveðjur....  Hlakka til að sjá  bloggið frá þér á laugardaginn......

Magnús G.

LoL


Dásamlegar myndir

Það er frábært að skoða myndirnar og ekki er textinn verri (gott að vita til þess að kímnigáfan hefur ekki lagast hjá þeim félögum) og eins og þær séu allar teknar í gær, eða fyrradag.

Er hægt að fá upplýsingar um hverjir eru búnir að melda sig svo hægt sé að ýta við hinum?

kv. Dolla


Bloggfærslur 7. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband