Framtíðaráform nokkurra nemenda útskrifaðra 1982 - skyldi þau hafa ræst ???

Arnar:  Fara til Brasilíu og græða á bjálfunum þar.

Baldvin Albert: Að græða, mennta sig, ferðast og lifa lífinu.

Egill Össurar:  Ná mér í duglega kerlingu sem getur unnið fyrir mér.

Elísabet: Fá mér nýjar buxur og stúdentspróf.

Eyjólfur: Komast í Garðyrkjuskólann og verða milið blómabarn.

Gísli Sig: Verða ríkur og fá sér nýjan Benz.

Guðbjartur: Að halda lífi.

Guðlaugur: Að eignast góða konu og góða hesta.

Guðmundur Atli: Að verða íslandsmeistari í þvi sem ég verð ekki heimsmeistari í.

 G. Vald.: Að koma Sparisjóði Skagastrandar í þátíð.

Guðrún Árna: Klára stúdentinn og fara í endurskoðun í háskólanum.

Guðarún Jóns: Framtíðaráform óákveðin.

Hannes: Fara í farmhaldið og gera gagn í lífinu.

Haraldur: Drekka sig í hel um fertugt.

Ingólfur: Safna miklu og góðu skeggi.

Jóhannes Már:  Framtíðin verður ágæt, þakka þér fyrir (verða ríkur).

Jónas: Að taka við Lenda í Bandinu og þá að sjálfsögðu að greiða út arð.

Kolbrún: Fara í framhaldið og hefja "búskap" með Guðrúnu Árna.

Kristrún: Mennta sig og ferðast.

Lísbeth: Búa í ferðatösku fyrst um sinn.

Magnea: Læra meira og hvíla sig í faðmi fjölskyldunnar.

Magnús: Mennta sig aðeins meira til að fá góða vinnu.

Margrét Geirs: Að verða eitthvað innan Sjálfstæðisflokksins.

Margrét Sch: Leigja íbúð í Reykjavík með Ása sínum og leggja stund á framhaldsnám.

Ólafur: Gera KHB stórt.

Reynir: Kaupa nýja Canon F1 myndavél.

Signý: Skoða restina af heiminum.

Sólveig: Að skoða þennan "heim" sem allir eru að tala um.

Svava Björg: Búskapur, búskapur, búskapur.

Viðar: Að vinna einkaframtakinu ómetanlegt gagn um ókomna framtíð.

Þórður: Klára skólann, fara til Hawaii í vor og láta hitt ráðast.

Þröstur: Klára framhaldið og verða mikill maður.

Úr Ecce Homo

ÓA.

 


Bent hefur verið á ....

.... að samvinnustefnan sé alþjóðleg hugsjón, sem fætt hefur af sér fjöldahreyfingu um viða veröld.  Hún byggir á þeirri einföldu staðreynd að með samvinnu margra verður meira unnið en hinir sömu menn fengju áorkað hver fyrir sig.  Klettur bifast ekki, þótt margir menn leggi við hann hver á fætur öðrum.  Reyni þeir hins vegar við hann allir í senn og verði vel samtaka veittist þeim auðvelt að velta bjarginu.

 

Sambandsmerkið

Bloggfærslur 12. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband