Svo bregðast tré sem önnur....

Hæ öllSvo bregðast tré sem önnur.    Ég hef verið í sambandi við góðar stelpur úr mínum árgangi í dag og sameiginlega berum við í brjósti óánægju með þetta brottfall sem virðist vera landlægt.  Nú síðast frá Ísafirði af öllum stöðum.

Heyriði mig nú elskurnar....... Það sjá allir ógildi þeirra raka sem sumir úr okkar ágæta hópi hafa haft í frammi að undanförnu vegna væntanlegrar fjærveru sinnar.  Nú síðast voru þær meira að segja rakalaus.  Hvort einhver spilar BOTSIU eða eitthvað annað.. þá getur sá hinn sami fundið betri tíma til þess en akkurat tímann sem við ætlum að hittast.  Þá heyrði ég af einhverjum í dag sem forfallast vegna Gospel tónleika af öllu – ég mundi frekar taka mark á hælsæri....   Jónast.... 25 ára brúðkaupsafmæli -  Það er alveg ljóst hvar áherslurnar liggja hjá þér... við munum þetta...  Það er ekki svo að skilja að þetta hafi verið ákveðið í gær....

Eins og maðurinn sem komst loksins til Jótlands sagði;  .. ég fer ekki héðan fyrr en ég sé helvítis kubbana";  þá verður ekkert gaman nema maður sjái stelpurnar.  Hvaða afsökun hefur Magga Geirs?  Ég trúi ekki fyrr en ég tek á að Sveif og Sigurbjörg og Guðrún ætli að klikka.  Dolla komdu þér úr þessari safnaðarnefnd - hefurðu hugleitt aðra trú.  Maður kemst jú með helv. Kóraninn hvert sem er....

Hvað er með Dodda.  Hefur einhver heyrt í honum.  Jón Pétur - mér finnst þú kunna nóg....

Bjartur hvar ert þú þá þegar við þurfum mest á þér að halda.

 Ég trúi því bara ekki að fólk taki þessu samkvæmi okkar svo léttúðlega að innan við tveir þriðju mæti.

Þetta hafði ég að segja í dag...

kv

jv


Hefur þú misst andlitið ?????

Vilt þú hafa skólamyndina svona ?  Það er enn tími til að skrá sig á 25 ára ríjúníonið sem haldið verður að Hótel Hamri 28. apríl n.k. og fá andlitið aftur.

Hefur þú misst andlitið

 

 


Bloggfærslur 16. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband