Frumsýning á morgun !!

  • Geðveikt gaman hjá mér núna !! Sjúbbídú !!
  • Ég var að fá í hendurnar svo yndislega góða mynd af Óla Ara og Jóhannes Má síðan 1983 !! Hún verður frumsýnd á morgun vonandi tekst mér það !! Ef ekki, þá læt ég barasta Óla hjálpa mér. Hann var nú vanur að leysa öllu tölvuverkefni fyrir mig í skólanum þessi elska !
  • Þetta verður bara gaman !!  OOOOgggg ég hlakka svo til !!
  • Haraldur litla barn, þú veist það að þú verður alltaf litla barnið mitt !! Krúttípúttið mitt !!
  • Kveðja M.Scheving.

Bekkjarbróðir á framabraut.

Jæja þá er spennustigið að verða nánast óbærilegt.  Ég verð nú nokkuð mest erlendis fram á fimmtudagskvöld þannig að ég blogga væntanlega ekki mikið meira.

Ég rakst hinsvegar á frétt í dag um það að Reynir Jónsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Strætó.  Er það ekki okkar maður?

Verst að hann geti ekki mætt þannig að við gætum haldið upp á þetta með honum.

Hann hefði kannski líka getað reddað rútu undir liðið upp á Bifröst.

Mbk

JMJ


Krulli er vaknaður

Halli_ekki_fertugurHér er myndin Maggi. Var að vandræðast smá. Ætlaði bara að láta vita í sambandi við framtíðaráformin að ég er ekki orðinn fertugur enn svo ég hef enn tækifæri til að ná mínu markmiði. Myndin - merkilegt nokk - fór bara svona inn af sjálfsdáðum og vildi þar með segja: Ef þú ert ekki orðinn fertugur Halli, af hverju var þessi mynd þá tekin í fertugsafmæli yngsta bróður þíns?

Og Magga, konan mín, sem er reyndar sambýliskona því ég hef ekki haft dug í mér til að kvænast henni enn (hún er þarna í bakgrunni, aldrei langt undan) - hún ræður ekki yfir mér. Ég ákveð sjálfur hvort ég blogga eða ekki. Og þetta blogg er sko alveg til komið af mínum eigin hvötum en ekki vegna þess að þú eða Jóhanna eða Maggi eða einhver annar hafi skorað á mig að blogga. ...eða þannig...

Annars fékk ég þá villtu hugmynd að fara inn í leikhús hér á Agureyris, leigja mér eitthvert mjög eðlilegt gervi og búning, setjast upp í bíl síðdegis á laugardeginum, aka í Borgarfjörðinn og laumast til að vera gestur á Hótel Hamri á laugardagskvöldið - sleppa bara krullupartíinu og bruna svo aftur til Akureyrar fyrir fyrsta leik á sunnudagsmorgun kl. 8:30. Þið skuluð því líta vel í kringum ykkur og skoða aðra gesti hótelsins vel, jafnvel toga í skeggið á einhverjum til að athuga hvort það er ekta.

Nýtt framtíðaráform, ef mér skyldi ekki takast að drekka mig í hel fyrir fertugt: Að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í permanenti. ...og talandi um permanent og svoleiðis, hafiði velt því fyrir ykkur hver sá um að klippa mig á Bifrastarárunum? Þessar tvær myndir sem skarta mér sýna svo ekki verður um villst að þar hef ég ekki lent í skærum fagmanns... eða var þetta tískan þá? 


Tek undir með Möggu Sceving og óska öllum gleðilegs sumars......

Jæja  nú er  bara rétt rúm vika  í  flottasta,  skemmtilegasta, besta og ótrúlegasta  REJÚNION  sem haldið hefur verið.    Ég löngu  hættur  að spá  í  það hverjir  koma því  það verður  svo ótrúlega skemmtilegt  hjá  okkur sem  mætum....  Við  sem mætum  viljið  þið  taka  með ykkur  hluti  sem tilheyra  tímabilinu  okkar á Bifröst,  s.s.  eins  og myndaalbúm,  gömul  skólablöð  Ecce homo, Vefarann,  Þefarann   og svo framvegis  og  hvað eina  sem minnir  á  Bifrastardagana... Þetta  er  mjög  mikilvægt....

Hlakka  hrikalega  til  að hitta  ykkur öll....eftir átta daga...

Halli  afhverju tókstu myndirnar af  þér út aftur,  sem voru  inni á  síðunni  í   5 mínútur  um daginn ?? 

 Sjáumst 

 Magnús G..


Bloggfærslur 20. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband