Eftir að hafa bætt við athugasemd við fyrri færslu sem ég reyndi að staga í með upprifjun á Samvinnusögunni sem mistókst gjörsamlega ákvað ég að segja þá sögu eins og ég man hana.
1. Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.
2. Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Kaupfélagsins sveif yfir vötnunum.
3. Benedikt frá Auðnum og einhverjir aðrir Þingeyingar sem ég man ekki hvað heita en voru eitthvað pirraðir (kannski með PMS) sögðu: Verði Kaupfélag Þingeyinga! Og það varð Kaupfélag Þingeyinga.
4. Þeir sáu, að Kaupfélagið var gott, og þeir greindu Kaupfélagið frá dönskum kaupmönnum, kapítalistum og heildsölum.
5. Og þegar fleiri bættust í hópinn kölluðu þeir Kaupfélögin Samvinnuhreyfingu, en hina kölluðu þeir ekki Samvinnuhreyfingu.. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur Samvinnuhreyfingarinnar.
6. Þá sögðu þeir: Verði SÍS og það varð SÍS.
7. Þá gjörði SÍS Holtagarða og greindi skrifstofurnar sem voru þar sem Menntamálaráðuneytið er núna, frá þeim skrifstofum sem voru annarsstaðar. Og það varð svo.
Var þetta ekki einhvernveginn svona?
Bara ekki gefa út fatwa á mig, þetta átti að vera til gamans gert.
AM.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
133 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér kemur nú kaldhæðnislegur húmor Þingeyinga berlega í ljós. Hverjum öðrum dytti til hugar að nefna bújörð sína "Auðnir".
MBK.
JMJ
SVS 1982, 15.3.2007 kl. 13:50
Ég hélt alltaf að þetta bæri vott um raunsæi, Benni gerði sér bara grein fyrir því að hann var á mörkum hins byggilega heims.
GVald
SVS 1982, 15.3.2007 kl. 14:07
Það er svo sem ekki við því að búast að Eyfirðingar, hvað þá Húnvetningar skilji svona "flókna" hluti. Þarna er að sjálfsögðu verið að tala um auð, en ekki auðn. Og frekar tvo en einn. Rithátturinn er forn og byggir á Þingeyskum menningararfi. Enda ekki ástæða til að breyta því sem gefist hefur vel í gegn um aldirnar. Kv. Gísli.
SVS 1982, 15.3.2007 kl. 14:17
En voru þá ekki allir Þingeyingar sem ekki voru búsettir á Auðnum, auðnuleysingjar?
SVS 1982, 15.3.2007 kl. 14:25
gleymdi að kvitta - GVald
SVS 1982, 15.3.2007 kl. 14:25
Þð er ekki að spyrja að Þingeyingum. Þeir voru náttúrulega búnir að finna upp lesblinduna á undan öllum örðum.
JMJ
SVS 1982, 15.3.2007 kl. 14:58
Arnar.
Þetta er rétt hjá þér, nema hvað að þú gleymir vefurunum 28 frá Rochdale (The vífers of Rokkdeil). Þeir eru nefndir lauslega í grein 2.31.
Þú sleppur við fatwa, færð Jihad í staðinn.
ÓA
SVS 1982, 15.3.2007 kl. 15:59
Eins og við vitum hafa Þingeyingar ávalt verið á undan öðrum í því að greina vandamál og leysa þau síðan. Nægir að benda á Þorgeir sveitunga minn á Ljósavatni. Það er fyrst núna, 1000 árum síðar, sem "Frjálslyndir" í öðrum landsfjórðungum eru að átta sig á þeim vandamálum sem fylgja því að hafa tvo eða fleyri siði í landinu. Ef þeir hefðu ekki týnt félagsfræðibókunum sínum allir með tölu þá hefðu þeir getað nýtt sér visku Þorgeirs. Gísli.
SVS 1982, 15.3.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.