Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
- Góðan dag góðir hálsar og aðrir hálslausir !!
- Nú byrjar lesturinn !!
- ARNAR, þú ert fyrstur á listanum !! Hvar ertu ? Sko blogga strax !!
- VAÐLABÓNDI, þú hefur nú ekki hingað til haldið kjafti ! Blogg strax í dag !!
- ATLI, bíddu, bíddu og ég sem ætlaði að láta þig hanna hjá mér garðinn ! Ertu týndur ?
- BALDVIN, þú sem varst pabbinn í hópnum ! Hvar er ábyrgðartilfinningin ?
- DRÍFA SKÚLA. þú sem ert í sama byggðarlagi og ég ! Það hefur nú ekki hingað til þurft að reka á eftir þér að senda póst !! Skammastu þín !!
- BETA, hver var alltaf fyrst að skrifa sig á ef það átti að fara að djamma ? BLOGG STRAX Í DAG !!
- EGILL Ö, þú sem býrð á Patreksfirði, hvað er að gerast þar ?
- EYJÓLFUR skólastjóri það dugar sko ekki að blogga 1x !! Vertu duglegur !!
- G.VALD., ég held að þú sért enn SOFANDI ?
- GÍSLI SIG. fyrrverandi formaður bind........ Ég þarf ekkert að tuða í þér, ég veit að þú átt eftir að standa þig vel í blogginu !! En eitt enn !! Var það hjá Viggu sem þú byrjaðir að testa á vínanda ?
- GÍSLI BJÖRN, hvar ertu ?
- GUÐBJARTUR Flateyrartöffari, hvað er ekki hægt að senda okkur nokkrar línur ?
- GULLI ANTONS., þó að þú sért löngu fluttur frá Mýrdalnum, þá er nú alveg hægt að blogga frá Hvanneyri ! P.s. ég frétti af þér í mat hjá tengdafólkinu mínu !! Þú ert svo mikil dúlla !!
- GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, hvað er að gerast með þig, þarf ég að mæta í Hreyfingu eða Húsakaup til þess að láta þig blogga !! KOMM ON !!
- GUÐRÚN JÓNS., þú sem varst svo stillt og prúð. Það er nú í lagi að koma smá blogg ! Finnst þér það ekki ?
- HANNES GARÐARS., hvað ertu hættur að öskra ? Ertu orðinn mállaus ? eða hvað ?
- LITLA BARN HARALDUR, þið Straumfjarðarbræður eruð nú frægir fyrir það að tala mikið ! Hvað er konan þín búin að ala þig svo vel upp að þú ert hættur að tala ?
- INGO SÁLFRÆÐINGUR , það er nú allt í lagi að gefa nú bekkjarfélögunum þínum nokkrar faglegar ráðleggingar hvernig við eigum að haga okkur ! Þú sem varst kosinn SJARMÖR ÁRSINS ! Er svona langt til Ameríku ?
- JMJ HÆTTU MEÐ ÞETTA JÓLAKJAFTÆÐI ! Ég læt þig éta lyftingarbekkinn sem þú ætlar að mæta með á hótelið í vor !! He he !!
- JÓI VALD., þú ert rola ! Að vera ekki búinn að setja myndinar inn sem þú þykist eiga ! Sko þú átt að blogga á hverjum degi þegar þú ert á landinu !!
- JÓNAS, þú sem áttir alltaf flottasta kaggann ! Hvað ertu fluttur í bítlabæinn ? Hvað er að frétta af nýgifta manninum honum Rúna Júll. ?
- JÓN PÉTUR fyrrverandi sveitarstjóri ! Ertu bældur í Borgarnesi ?
- STRÚNA FRÆNKA, þó að þú búir í Noregi, þá er nú allt í lagi að blogga 1x í viku !!
- KOLLA HANS SIGURBERGS, ég sem fór í brúðkaupsferð til þín ! Það er sko ekki nóg að blogga 1x !! Skamm !!
- LIS, þó að þú sért orðin amma, þá er nú í lagi að blogga og peppa upp liðið með mér !! Mér sýnist nú ekki veita af því !!
- MAGGÝ SÚÐAVÍKURGOÐ, sko þó að þú verðir í London þessa helgi ! Þá ert þú ekkert í fríi frá blogginu !! BLOGG STRAX Í DAG !!
- MAGGA GEIRS., þú sem varst svo fjörug á Bifröst ! Hvað er að gerast með þig núna ? Blogg strax !!
- MAGGI GUÐJÓNS., þú skalt bara borða herbalife pillur !! Ég skal taka þig í bekkpressu !! He he !! Ein spurning, hvað veiddir þú marga laxa í Miðfirðinum ? (Friðbjörn bað mig að spyrja )
- ÓLI ARA, þó svo að þú átt allt hrós skilið að hafa hannað þessa síðu. Þá ertu þú ekki of góður að setja inn smáblogg !! (ekki satt ? )
- REYNIR JÓNS., er búið að finna hann strákar ? Ég ætla ekkert að skamma hann ! Hann veit ekkert af því að við ætlum að hittast !!
- FÚSI ALMARS., ÞAÐ ER SKO EKKERT NÓG AÐ SKRIFA 1X Í GESTABÓKINA !! Núna í dag skaltu koma með blogg ! Því annars rota ég þig !! He he !!
- SIGNÝ MÍN, ég ætla ekkert að skamma þig, þú stendur þig vel !! En þú mátt nú alveg koma með meira blogg !!
- SIGURBJÖRG, ég sem óskaði þér til hamingju með daginn um daginn og þú ert ekkert búin að þakka mér fyrir það (skamm !!) SKO BLOGG STRAX Í DAG !!
- DOLLA, þú ert sko dúlludós !! Stendur þig best af þessum ÞINGE..... í blogginu ! ÁRAM DOLLA !!
- SVEIF þú sem varst svo dugleg í skólanum og samviskusöm ! Ertu orðin kærulaus í dag ? Núna heimta ég blogg frá þér strax í dag !! EKKERT ANNAÐ SKO !!
- VIÐAR, það er ekkert blogg í gangi frá þér ? Átt þú ekki ættir þínar rekja til Hellissands ? KOMM ON !! BLOGG STRAX Í DAG !!
- DODDI, hvar ertu ? Ertu í einhverri skotgröf í útlöndum ? Hvað er í gangi ? Svar óskast strax í dag ! ÞVÍ ANNRAS LÁTUM VIÐ LÝSA EFTIR ÞÉR ELSKU KALLINN MINN !!
- ÞRÖSTUR , bíddu bíddu minn fluttur til Ísafjarðar, Hornfirðingurinn sjálfur. Það er skelfilegt því eins og þú sérð á blogginu þá kunna þér ekkert að blogga frá Vestfjörðum ! (ekki satt) Þú skalt nú reyna að afsanna það !!
- JÆJA NÚ ER MÍN BÚIN AÐ TAKA GÓÐA TÖRN OG ÉG ÆTLA EKKERT AÐ BLOGGA FYRR EN ÉG SÉ EINHVER VIÐBRÖGÐ FRÁ YKKUR !!
- BIÐ AÐ HEILSA YKKUR ELSKU KRÚTTIN MÍN OG DÚLLUDÓSIRINAR MÍNAR. KVEÐJA M.SCHEVING.
Bloggar | 10.3.2007 | 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Ég var að koma frá henni blessaðri Reykjavík !! Og náttúrulega það fyrsta sem ég gerði var að kíkja á bloggið en bíðið þið nú við !! Hvað er að gerast það voru 29 sem fóru á síðuna í dag
- og einn sem skrifaði JMJ (hrós)!!
- Ég er svo hissa að það nær ekki tali (með Hemma Gunn.)
- Ég ætla að fara að hvíla mig fyrir mogundaginn og þá verður hver og einn tekinn í gegn, og meira en það að þeir verða allir nafngreindir og þurfa að gefa mér skýringu !
- Svo er ég hætt í þessum leik að skora á !
- Ég er í sjokki
- Góða nótt elsku krúttípúttí mín !
- Magga Scheving sem vill bara pallaleikfimi og spinning en ekki gleypa helv... Herbalifepillurnar hans Magga Guðjóns !! Mér er alveg sama þó ég líti út eins og Skúli Óskarsson lyftingarkappi ! Bara flott !! He he !!
Bloggar | 9.3.2007 | 23:26 (breytt kl. 23:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið hlakka ég til morgundagsins. Ekki vegna þess að þá eru einungis 289 dagar til jóla, þó svo að það sé náttúrulega nægt tilefni, heldur vegna þess að þá hefur Margrét Sch. lofað að byrja að blogga aftur. Þetta blogg er ekki svipur hjá sjón þegar hennar nýtur ekki við.
Með bestu kveðjum.
JMJ
Bloggar | 9.3.2007 | 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nokkurn tíma hefur tekið fyrir mig að finna út hvernig maður fer að því að blogga, hef ekki komið nálægt svona áður. En ef einhver getur lesið þetta þá er það bara af því hvað ég er ótrúlega tæknilega sinnaður og mikill tölvunörd.
Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum að Magga Sc. er búin að vera á einhverju undanfarið, einhverju sterku sem er ekki ætlað fyrir bílstjóra.
Og varðandi þennan Ása, þá er það eins með hann og Egil Skallagrímsson, ég hef heyrt mikið um hann... en aldrei séð! Skilst þó að hann veiti gott skjól, það kyrrir víst alltaf á nesinu þegar honum er hleypt út. Mætti kanski hafa hann meira útivið.
Og nú er hún búin að skora á alla að mæta í vor með nafni, nema mig, (manni getur nú sárnað) þannig að ég hef ákveðið að mæta, þrátt fyrir óskaplegt annríki og vaxandi tímaskort. Það sem maður á eftir að gera í lífinu vex í réttu hlutfalli við það hvað tíminn styttist sem maður hefur til að klára það. Hafið þið tekið eftir því? Ég held að þetta sé lögmál. (Ég set in svona tilfinningatákn til að auka áhrifamátt textans) Ég óska því eftir því Maggi, að þú staðfestir fyrir mig eins manns herbergi með útsýni yfir Borgarfjörð. Annars eruð þið bara svo ómótstæðileg að maður bara getur ekki sleppt þessu tækifæri til að hitta ykkur aðeins. Ekki satt Halli? Viltu far? Sköllóttir menn geta hvort sem er ekkert í krullu.
Ég var að skoða myndirnar. Snild! Þær vekja með manni einhverja tilfinningu, svolítinn hlátur, og nokkur tár kanski. Bara snild!!! Sáuði bílinn? Og unga manninn við hliðina á honum? Þennan útskeifa í skónum? Ég skal segja ykkur að þessi maður var alveg sannfærður um að eftir fáa mánuði, eitt tvö ár í mesta lagi, myndi hann aka um á svona bíl. Hann trúir því enn, en kanski ekki af alveg eins mikilli sannfæringu.
Hlakka óskaplega til að sjá ykkur dúllurnar mínar, knús og kossar (nei nei nú er maður að verða gamall og meir).
Gísli.
Ps. Hinn heitir Gísli Björn.
Bloggar | 7.3.2007 | 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að tala við Möggu SC og hún bað mig um að koma því inná vefinn að hún er sprelllifandi og í fínu formi, nema aðeins of þung en hún er að vinna á því....Hún sagðist myndu byrja að blogga aftur á laugardaginn og þá skyldum við sko halda okkur fast... Hún sagði að Ási væri voða góður við sig og hann væri raunverulegur... Þú ert algjör DÚLLA ef ekki bara Krúsí DÚLLA. Náðu heilsu og berðu Ása bestu kveðjur.... Hlakka til að sjá bloggið frá þér á laugardaginn......
Magnús G.
Bloggar | 7.3.2007 | 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er frábært að skoða myndirnar og ekki er textinn verri (gott að vita til þess að kímnigáfan hefur ekki lagast hjá þeim félögum) og eins og þær séu allar teknar í gær, eða fyrradag.
Er hægt að fá upplýsingar um hverjir eru búnir að melda sig svo hægt sé að ýta við hinum?
kv. Dolla
Bloggar | 7.3.2007 | 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja Magga mín, staðan heldur að vænkast hjá okkur drengjunum... Staðan orðin 3-3 og langt í hálfleik,,, Enda vissi ég alltaf að þegar við næðum tökum á MÓTÞRÓAÞRJÓSKURÖSKUNINNI gagnvart blogginu, þá færi þetta að flæða,, sérstakar þakkir til Eyjólfs og Jóhannessanna að bregðast við,,, G. Vald. er ennþá haldinn einhverri málþroskaröskun og bloggar ekki enn eins og Háll, Atli, Árni, Þröstur, Guðbjartur (Hvað er að gerast á Vestfjörðum þið eruð nú ekki vanir að þegja þar) Svo þið sem enn eruð ekki búin að ákveða ykkur, þá gengur hratt á herbergin á Hamri, vinnið nú á félagsfælninni og mætið bara, því fleiri því skemmtilegra,,, Þetta rejúnion verður bara Geðveikt... Magga mín ég vona að þú sért að hressast og að Ási sé góður við þig.... Viltu nú setja mynd af Ása inná vefinn okkar.... Biðjum að heilsa honum...
Látið nú alla vita af síðunni okkar hún er sameign okkar allra
Magnús G.
Bloggar | 6.3.2007 | 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elsku dúllurnar.
Ég held ég hafi ekki í annan tíma grátið annað eins. Ég renndi yfir myndirnar og textana og hvarf með það sama 25 ár aftur í tímann, þar sem górillur héngu á málmsúlum innan um ástfangin pör, dágóðan karlakór og aðra fasta í drullupolli. Ég sá gullfallegar stelpurnar fáklæddar og stalst til að hugsa - Ands.... voru þær nú flottar stelpurnar - brúnar og sætar. Ég hrökk upp úr hugrenningum við megna ælulykt á ókunnum stað.
Ykkur kemur það kannski á óvart en ég á líka albúm... Ég mun reyna næstu daga að vinna úr þeim og skrúfa upp í siðgæðisvitund minni þannig að alls þess sé gætt.
Love
Jóhannes V
Bloggar | 6.3.2007 | 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Jæja, elsku dúllurnar mínar nú er mín sko að fara í frí frá blogginu, það kemur ekkert af góðu þetta bölvaða læknavesen á mér núna !!
- En ég lofa því að ég kem aftur og þá verður mín í hörku stuði !!
- Þið munið stelpur mínar að halda blogginu uppi á meðan ég er í fríi !!
- Kem örugglega fersk á laugardaginn og þá verður spennandi að sjá hvað þið eruð búin að vera bulla mikið !!
- P.s. Getur verið að hann G.Vald. sofi enn ?
- 1000 kossar elsku krúttípúttídúllurnar mínar !
- Magga Sch.
- Og aftur p.s. Jóhannes Már hættu að nöldra (eins og Óli Ara segir) !!
Bloggar | 5.3.2007 | 23:22 (breytt kl. 23:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þið megið ekki skilja þetta þannig að fólk hafi verið að skrifa einvhern dónaskap. Þetta hefur allt verið með penasta móti.
Þetta er bara svona fyrirbyggjandi.
JMJ
Bloggar | 5.3.2007 | 21:45 (breytt kl. 21:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
132 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar